Alls verða átján íslenskar stuttmyndir sýndar á RIFF í ár. Meðal viðfangsefna þeirra eru vinátta, foreldrahlutverkið, líf án tækni, íslenskir sjóbrettakappar og réttir.
Myndirnar eru:
Aleinn? (Ísland) – Ísak Hinriksson
Bestu vinkonur að eilífu (Ísland) – Katrín Björgvinsdóttir
Helga (Ísland) – Tinna Hrafnsdóttir
Léa (Ísland/Bandaríkin) – Connor Simpson
Litla stund hjá Hansa (Ísland) – Eyþór Jóvinsson
Ungar (Ísland) – Nanna Kristín Magnúsdóttir
Fótspor (Ísland) – Hannes Þór Arason
The Macaron Man (Ísland) – Smári Gunnarsson
Nátthrafnar (Ísland) – Sturla Óskarsson
Revolve (Ísland/Bretland) – Ka Ki Wong
The Accord (Ísland) – RC Cone
Bróðir (Ísland/Skotland) – Alasdair Bayne
Heimakær (Ísland) – Katrín Bragadóttir
Þúsund haust (Ísland/Bandaríkin) – Bob Krist
Ljósöld (Ísland) – Guðmundur Garðarsson
Grýla (Ísland) – Tómas Heiðar Jóhannesson
I Can’t Be Seen Like This (Ísland) – Anna Gunndís
Apology (Ísland) – Rúnar Ingi Einarsson
Myndirnar verða sýndar í þremur lotum í Bíó Paradís á hátíðinni.
Í kjölfar hátíðarinnar verða valdar myndir úr þessum flokki kynntar á alþjóðavísu af RIFF, m.a. á La Cinémathéque Francaise í París. Dómnefnd velur ennfremur bestu myndina úr flokki leikinna mynda og hlýtur leikstjóri hennar viðurkenningu kennda við Thor Vilhjálmsson.
Sjá nánar hér: Átján íslenskar stuttmyndir frumsýndar á RIFF 2016 – RIFF