spot_img

Heimildamynd um sögu íslenskra vita í vinnslu

garðskagavitiLjósmál ehf. vinnur um þessar mundir að gerð heimildamyndar um sögu íslenskra vita. Myndin er unnin í samstarfi við hið Íslenska vitafélag með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndarstjóri er Einar Þór Gunnlaugsson og Dúi J. Landmark framleiðir ásamt Sigurbjörgu Árnadóttur. Handritshöfundur er Kristján Sveinsson sagnfræðingur. Á meðal bakhjarla myndarinnar eru einnig RÚV og Vegagerðin.

Tökur á myndinni hófust fyrrihluta 2016 á Arnarnesi, Bolungarvík og í Önundarfirði og munu standa yfir til ársloka 2016. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin til sýninga vorið 2017. Sýningar verða bæði í sjónvarpi og kvikmyndahúsi auk ráðstefna sem til að mynda tengjast strandmenningu, vitum og sjósókn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR