spot_img

Félag kvikmyndagerðarmanna fær inngöngu í Rafiðnaðarsambandið

Frá undirbúningsfundi FK vegna málsins þann 4. mars 2014.
Frá undirbúningsfundi FK vegna málsins þann 4. mars 2014.

Í dag 1. maí fær Félag kvikmyndagerðarmanna (FK) aðild að Rafiðnaðarsambandinu (RSÍ). FK, sem er 50 ára um þessar mundir, var stofnað af starfsmönnum hins nýstofnaða sjónvarps RÚV 1966. Alltaf stóð til að félagið yrði stéttarfélag en það varð ekki að veruleika fyrr en lögum félagsins var breytt 2014. Nú hefur FK stigið skrefið til fulls og hefur starfsemi stéttarfélagsdeildar frá og með deginum í dag.

FK hefur verið í viðræðum við RSÍ um nokkurn tíma varðandi inngöngu í sambandið. Umsókn FK var tekin fyrir á sambandsstjórnarfundi RSÍ dagana 29. og 30. apríl 2016 og hún var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Stefnt er að formlegu inntökuferli ljúki á næsta þingi Rafiðnaðarsambandsins 2019.

Fyrsta mál á dagskrá fyrir stéttarfélagsdeild Félags kvikmyndagerðarmanna er að gera heildarkjarasamning fyrir greinina í samstarfi við önnur félög sem tengjast kvikmyndagerð eins og t.d. Félag íslenskra leikara – FÍL, Félag leikskálda og handritshöfunda, Félag tæknifólks í rafiðnaði, VR og fleiri.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR