„Hrútar“ fær glimrandi dóma í Danmörku, sýningar hefjast í dag

Hrútar eru nú í sýningum í Danmörku.
Hrútar er nú í sýningum í Danmörku.

Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hefjast í dag í dönskum kvikmyndahúsum á vegum Scanbox. Myndin, sem kallast á dönsku Blandt mænd og får (Meðal manna og sauða) fær almennt góða dóma gagnrýnenda.

Flestir þeirra leggja áherslu á áhrifamiklar myndir og frábæran leik Sigurðar Sigurjónssonar og Theódórs Júlíussonar. Margir minnast einnig á straum frábærra kvikmynda frá Íslandi að undanförnu.

Information segir „margar góðar ástæður til að horfa á Hrúta á stóra tjaldinu.“ Kvikmyndablaðið Ekko gefur myndinni fimm stjörnur og segir hana „fyndna, skrýtna og afar mannlega.“ Filmland á DR gefur einnig fimm stjörnur og segir hana „einlæga en einnig afar áhrifamikla.“  Politiken gefur sömuleiðis fimm stjörnur og segir hana „undraverða og einlæga.“

Frekari sýnishorn af ummælum gagnrýnenda má sjá fyrir neðan.

Hrútar Danmörk poster

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR