Leiðrétting vegna samanburðar á áhorfi „Ófærðar“ og „Hraunsins“

ófærð-trapped-poster-CROP

Í frétt Klapptrés sem birtist þann 28. desember s.l. var fjallað um áhorf á fyrsta þátt Ófærðar. Í fréttinni var þess getið að fyrsti þáttur Ófærðar hefði fengið svipað áhorf og þættirnir Hraunið nutu á sömu sjónvarpsstöð. Þetta er rangt, komið hefur í ljós að sambærilegir hlutir voru ekki bornir saman. Lesendur og hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á mistökunum og leiðréttast þau hér með.

Ritstjóri Klapptrés stóð í þeim skilningi að í áhorfstölum Hraunsins væri aðeins að finna tölur um línulegt áhorf en nú er komið á daginn að tölurnar innihalda einnig hliðrað áhorf. Áhorfstölurnar á Ófærð sem vísað er til eru hinsvegar bráðabirgðatölur eins og fram kemur í hinni upphaflegu frétt (og byggð var á frétt RÚV) og innihalda eðlilega ekki hliðrað áhorf.

Nú þegar tölur liggja fyrir um áhorf á Ófærð kemur eftirfarandi í ljós:

Meðaláhorf á Ófærð var 64,6%. Meðaláhorf á Hraunið var 52,6%. Upplýsingar um heildar- og meðaláhorf á alla þætti Ófærðar má finna hér. Upplýsingar um heildar- og meðaláhorf á alla þætti Hraunsins má finna í töflunni hér að neðan.

Áhorf á Hraunið

HrauniðFrumsýningEndursýningEndursýning 2Alls
Þáttur 150,75,756,4
Þáttur 244,33,948,2
Þáttur 349,65,955,5
Þáttur 445,74,550,2
Meðaltal47,65,052,6
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR