Hækkun verðlags á Íslandi er orðin áhyggjuefni fyrir íslenska kvikmyndagerð. Með sama áframhaldi gæti þróunin haft áhrif á útfærslu alþjóðlegra kvikmyndaverkefna á Íslandi og jafnvel dregið úr umfangi þeirra.
Þetta segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður Truenorth, í Morgunblaðinu í dag, en fyrirtækið hefur komið að gerð fjölda erlendra stórmynda á Íslandi á síðustu árum með stórstjörnum.
Fram hefur komið í blaðinu að slík verkefni hafa velt tugum milljarða króna á Íslandi á síðustu árum. Leifur segir vinnuaflið á Íslandi samkeppnishæft í verði við til dæmis Bandaríkin og Bretland. Aðrir kostnaðarliðir, einkum matur, gisting, bílar og annar flutningur, séu hins vegar að hækka upp að sársaukamörkum.
Sjá nánar hér: Ísland er að verða of dýrt – mbl.is