Jóhann Jóhannsson hlýtur tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina við kvikmynd Denis Villeneuve, Sicario. Þetta var tilkynnt í Los Angeles rétt í þessu ásamt öðrum tilnefningum.
Þetta er annað árið í röð sem Jóhann hlýtur Óskarsverðlaunatilnefningu, í fyrra var hann tilnefndur fyrir tónlistina í The Theory of Everything.