Greining: Sjö íslenskar kvikmyndir í sýningum

Atli Óskar Fjalarsson og Ingvar E. Sigurðsson í Þröstum.
Atli Óskar Fjalarsson og Ingvar E. Sigurðsson í Þröstum.

Þrestir Rúnars Rúnarssonar er áfram í tíunda sæti eftir aðra sýningarhelgi en Everest Baltasars fer úr efsta sæti í það þriðja.

4,097 sóttu Everest í vikunni og hefur þá myndin fengið alls 62,388 gesti. Myndin er því sú næst aðsóknarmesta af myndum Baltasars á Íslandi hingað til, en á nokkurn spöl eftir í Mýrina (84.428 gestir). Heildartekjur myndarinnar á heimsvísu nema nú tæpum 173 milljónum dollara og er hún fyrir nokkru orðin tekjuhæst allra kvikmynda leikstjórans á alþjóðlegum vettvangi.

Aðsókn á Þresti Rúnars Rúnarssonar nam 840 manns í vikunni. Heildaraðsókn er 2,554 gestir eftir aðra sýningarhelgi.

Sigurvegari Skjaldborgarhátíðarinnar í vor, heimildamyndin Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur var frumsýnd um helgina. Myndin er í 17. sæti en 336 manns hafa séð hana að forsýningum meðtöldum.

Heimildamyndin Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum eftir Ölmu Ómarsdóttur er í 16. sæti eftir þriðju sýningarhelgi. 722 sáu hana í vikunni en alls hefur hún fengið 2,414 gesti. Það verður að teljast ágætur árangur í ljósi aðsóknar á heimildamyndir hin síðari ár.

Heimildamyndin Jóhanna – síðasta orrustan eftir Björn B. Björnsson fékk 180 manns í vikunni en alls hafa 406 séð hana eftir tvær sýningarhelgar.

Hrútar og Fúsi eru enn í sýningum; sú fyrrnefnda er komin með 21,150 gesti, sú síðarnefnda með 12,757.

Aðsókn á íslenskar myndir 19.-25. október 2015

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
6Everest4,09762,388
2Þrestir840 2,554
3Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum722 2,414
2Jóhanna - síðasta orrustan180406
Hvað er svona merkilegt við það?90 (helgin)336 (með forsýningum)
22HrútarEkki vitað21,150
31FúsiEkki vitað12,757
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR