Baldvin Z: „Réttur 3“ um persónur frekar en atburði

Elma Stefanía Ágústsdóttir og Magnús Jónsson í Rétti 3.

Um miðjan október hefjast á Stöð 2 sýningar á þáttaröðinni Réttur 3 sem Baldvin Z leikstýrir og Sagafilm framleiðir. Baldvin er í viðtali við Drama Quarterly þar sem hann fer yfir tilurð verksins og vinnuna.

Réttur 3 er kynnt á erlendum vettvangi sem „spin-off“ frá Rétti og kallast því Case í stað Court (ekki kemur fram hversvegna).

Baldvin segir meðal annars í viðtalinu:

“Ég fékk handrit að þremur þáttum fyrir um tveimur árum. Ég las þau og fékk virkilegan áhuga á seríunni. Hún er um unglinga og það sem er í gangi í undirheimunum á Íslandi. Ég sá þetta sem glæpasögu sem einnig inniheldur mikið drama. Það var mjög spennandi fyrir mér, að sagan hverfðist meira um dramað en glæpinn. Þetta er ekki dæmigert glæpadrama, þetta er ekki „hver gerði það?“ heldur frekar um „hversvegna?“, svo þarna er að finna mikið af óvæntum vendingum og sagan opnar sýn á miklu stærri heim en almennt tíðkast í glæpaþáttum.“

Lesa má viðtalið í heild hér: On the Case

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR