Greining | „Everest“ á mikilli siglingu

everest-brúEverest Baltasars Kormáks heldur áfram að gera það gott í íslenskum kvikmyndahúsum sem og víða um heim.

Ísland

Myndin er áfram í efsta sæti á íslenska aðsóknarlistanum eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu myndina 9.833 gestir um helgina en 21.640 í vikunni. Heildaraðsókn er því komin í 34.334 manns og sú spurning vaknar hvort myndin nái að slá út sjálfa toppmyndina íslensku, Mýrina eftir sama leikstjóra (alls 84.428 gestir).

Bandaríkin

Myndin er í fjórða sæti bandaríska aðsóknarlistans eftir helgina. Tekjur þá helgi nema um 13 milljónum dollara og er aukning milli helga 72%, en myndin fór á 2,461 tjöld til viðbótar við þau 545 sem hún opnaði á. Everest á líka sterkustu september IMAX opnun í Bandaríkjunum hingað til með um 10 milljónir dollara í heildartekjur af þeim tjöldum. Alls nema heildartekjur myndarinnar hingað til í Bandaríkjunum 23.1 milljónum dala. Sjá má umfjöllun Deadline hér.

Alþjóðlegur markaður

Myndin heldur áfram að gera það mjög gott á alþjóðlegum vettvangi. Hún var sú mest sótta í 15 löndum. Í Bretlandi, Írlandi og Nýja Sjálandi var hún númer eitt aðra helgina í röð, í Rússlandi var myndin í fyrsta sæti og með 53% af miðasölu og opnaði 16 % betur en Gravity. Hún er einnig á toppnum í Eistlandi, Frakklandi, Ísrael, Lettlandi, Litháen, Portúgal, Slóvakíu, Svíþjóð, Trinidad og Úkraínu. Þá er myndin í öðru sæti víða; í Malasíu, Singapore, Thailandi, Ecuador, Belgíu, Tékklandi og Sviss.

Alþjóðlegar heildartekjur eru áætlaðar 73.7 milljónir dollara og nema því heildartekjur myndarinnar eftir tvær fyrstu sýningarhelgarnar alls 96.8 milljónum dollara. Til samanburðar má nefna að heildartekjur síðustu Hollywoodmyndar Baltasars, 2 Guns, námu alls tæpum 132 milljónum dollara eftir 12 sýningarvikur.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR