Heimildamynd um karlalandsliðið í fótbolta í vinnslu

Strákarnir.
Strákarnir.

Sævar Guðmundsson leikstjóri og Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður vinna nú að heimildamyndinni Leiðin okkar á EM 2016 um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Þeir hafa fylgt liðinu eftir í miklu návígi í um það bil ár, eða síðan undankeppnin fyrir EM 2016 hófst. Þeir leita nú stuðnings við verkefnið á Karolina Fund.

Hér að neðan má sjá stiklu sem þeir hafa útbúið til kynningar á verkinu. Síða verksins á Karolina Fund er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR