Ólafur de Fleur Jóhannesson mun stýra hrollvekjunni Hush fyrir breska framleiðslufyrirtækið Sigma Films og hið bandaríska Thruline Entertainment. Sophie Cookson (Kingsman: The Secret Service) fer með aðalhlutverk.
Variety skýrir frá og segir upptökur hefjast í október. Þær munu fara fram í Skotlandi.
Thruline Entertainment vinnur einnig að endurgerð eldri myndar Ólafs, Borgríkis, undir heitinu The Wild One Hundreds. Þá er Ólafur með í vinnslu vísindatryllinn Revoc eftir eigin handriti fyrir hin kunnu framleiðslufyrirtæki Mandeville Films og Summit Entertainment sem er í eigu Lion’s Gate.
Sigma Films framleiddi meðal annars Under the Skin með Scarlett Johansson í leikstjórn Jonathan Glazier.
Sjá nánar hér: Cannes: Embankment Boards Horror Film ‘Hush,’ starring ‘Kingsman’s’ Sophie Cookson