Kosningu Akademíumeðlima um Edduverðlaunin er nú lokið en úrslit verða kunngjörð í beinni útsendingu Stöðvar 2 (opin dagskrá, einnig á visir.is) á laugardagskvöld.
Vonarstræti og París norðursins fá báðar 12 tilnefningar til Edduverðlauna en líklegt má telja að sú fyrrnefnda verði sigurvegari kvöldsins. París á þó góða möguleika á að fá Eddu fyrir kvikmyndatöku (Magni Ágústsson), tónlist (Svavar Pétur Eysteinsson) og leikkonu og leikara í aukahlutverkum (Nanna Kristín Magnúsdóttir og Helgi Björnsson), hún væri vel að öllum þeim verðlaunum komin.
Samkvæmisleikurinn Edduspá lítur því svona út í ár (ekki allir flokkar upptaldir, upptalningin segir ekki endilega til um persónuleg viðhorf – frekar hvað ég tel að verði ofaná – þó að í sumum tilfellum fari það saman):
- Kvikmynd: Vonarstræti – Kvikmyndafélag Íslands
- Leikstjórn: Baldvin Z – Vonarstræti
- Handrit: Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti
- Leikari í aðalhlutverki: Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti
- Leikari í aukahlutverki: Helgi Björnsson– París norðursins
- Leikkona í aðalhlutverki: Hera Hilmarsdóttir – Vonarstræti
- Leikkona í aukahlutverki: Nanna Kristín Magnúsdóttir – París norðursins
- Leikmynd: Gunnar Pálsson – Vonarstræti
- Hljóð: Huldar Freyr Arnarsson – Vonarstræti
- Klipping: Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti
- Tónlist: Ólafur Arnalds – Vonarstræti
- Gervi: Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Vonarstræti
- Kvikmyndataka: Magni Ágústsson – París norðursins
- Búningar: Margrét Einarsdóttir – Vonarstræti
- Frétta- eða viðtalsþáttur: Brautryðjendur – RÚV
- Heimildamynd: Salóme – Skarkali
- Menningarþáttur: Vesturfarar – RÚV
- Stuttmynd: Hjónabandssæla – Dórundur og Sagafilm