„Jules et Jim“ á frönsku hátíðinni

jules-et-jim_411893_9403Ástæða er til að vekja athygli á því að meistaraverk Francois Truffaut, Jules et Jim frá 1962, er meðal þeirra mynda sem sýndar eru á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem stendur nú yfir í Háskólabíó til 2. febrúar n.k.

Myndin er í hópi merkustu kvikmynda sögunnar og ein skærasta perla þess einstaka tímabils sem kennt er við frönsku nýbylgjuna. Hún lýsir vináttu tveggja karla yfir aldarfjórðung og konunni sem kemur upp á milli þeirra; þetta er myndin sem gerði Jeanne Moreau að stjörnu en karlana leika þeir Oskar Werner og Henri Serre. Þessi kraftmikla og hjartnæma hugleiðing um frelsi, tryggð og þrautseigjuna í kærleikanum sló í gegn um allan heim á sínum tíma og hefur elst afar vel.

Myndin er sýnd fimmtudaginn 29. janúar kl. 18.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR