50 milljón króna hækkun til Kvikmyndasjóðs

fjarlagafrumvarpid_2015Gert er ráð fyrir 50 milljón króna hækkun á framlagi til Kvikmyndamiðstöðvar í breytingatillögum við fjárlagafrumvarp 2015. Samkvæmt frumvarpinu var gert ráð fyrir að heildarframlag til KMÍ næmi 835,9 mkr., en verður nú 885,9 mkr.

Ekki kemur fram hvert viðbótarframlagið fer nákvæmlega, en væntanlega fer það til til sjóðahlutans. Það skýrist á næstunni.

Framlagið skiptist svona samkvæmt fjárlagafrumvarpi (sjá bls. 182):

GJÖLD:
Kvikmyndamiðstöð Íslands (rekstur og annað): 129,0 mkr.
Kvikmyndasjóðir: 724,7 mkr.

TEKJUR:
Sértekjur: -17,8 mkr.

Alls: 835,9 mkr.

FJÁRMÖGNUN:
Greitt úr ríkissjóði: 835,9 mkr.
Hækkun: 50 mkr.

SAMTALS: 885,9 mkr.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR