spot_img

„Ártún“ verðlaunuð í Chicago

Ártún still2Ártún, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hefur verið valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og hlaut að launum verðlaunagripinn Gullna skjöldinn (e. the Gold Plaque).

Guððmundur Arnar Guðmundsson tekur við verðlaunum fyrir mynd sína Hvalfjörður á Hamptons hátíðinni í Bandaríkjunum 2013.
Guððmundur Arnar Guðmundsson tekur við verðlaunum fyrir mynd sína Hvalfjörður á Hamptons hátíðinni í Bandaríkjunum 2013.

Ártúni hefur þegar verið boðið til þátttöku á fjölda erlendra kvikmyndahátíða, en þetta er fyrsta keppnishátíðin sem myndin tekur þátt í. Næst á dagskrá eru t.d. þátttökur á Zagreb kvikmyndahátíðinni í Króatíu, Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi, Norrænni kvikmyndahátíð í Leeuwarden í Hollandi og á evrópsku stuttmyndahátíðinni í Brest í Frakklandi.

Þess má geta að önnur stuttmynd eftir Guðmund Arnar, Hvalfjörður, hlaut verðlaun á Chicago hátíðinni í fyrra, en þá hlaut myndin sérstök dómnefndarverðlaun.

Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrir og skrifar handritið að Ártúni en myndin er framleidd af Antoni Mána Svanssyni fyrir Join Motion Pictures í samstarfi við Sagafilm og hið danska Fourhands Film. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum ungmenna sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni: Flóki Haraldsson, Viktor Leó Gíslason, Daníel Óskar Jóhannesson, Jónína Þórdís Karlsdóttir og Heiða Ósk Ólafsdóttir.

Á hátíðinni, sem fagnaði 50 ára afmæli sínu í ár, voru samtals sjö íslenskar kvikmyndir sýndar sem hluti af sérstökum norrænum fókus hátíðarinnar. Ásamt Ártúni voru íslensku myndirnar á hátíðinni París norðursinsHross í ossDjúpið, 101 Reykjavík, heimildamyndin Vive la France og stuttmyndin Milk and Blood.

París norðursins tók þátt í New Directors keppninni, Vive la France var hluti af Docufest keppninni og Milk and Blood tók þátt, líkt og Ártún, í aðalkeppni stuttmynda.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR