Jóhann Jóhannsson tónskáld er enn á ný talinn eiga möguleika á Óskarstilnefningu og að þessu sinni fyrir kvikmyndina The Theory of Everything eftir James Marsh. Klapptré hefur áður skýrt frá aðkomu Jóhanns að myndinni.
Ýmis vefrit gera því skóna að Jóhann eigi góðan séns og má þar nefna Awards Circuit, IndieWire og The Film Experience.
Jóhann var einnig talinn koma til greina í fyrra fyrir tónlist sína við kvikmyndina Prisoners, en hlaut ekki tilnefningu. Að þessu sinni setja spámenn hann í flokk þeirra sem helst koma til greina.