Afinn heldur sínu striki eftir aðra sýningarhelgi og jákvæð viðbrögð gesta og gagnrýnenda. Alls hafa 7.245 manns séð myndina frá upphafi, þar af 2.436 um helgina og alls 4.159 síðastliðna viku. Myndin er nú í öðru sæti aðsóknarlsitans.
París norðursins er nú í 13. sæti aðsóknarlistans eftir fimm vikur í sýningum. Alls hafa 10.376 gestir séð myndina hingað til, en þar af komu 255 gestir um helgina og alls 987 í vikunni.
Vonarstræti er nú í 16. sæti á lista SMÁÍS eftir 21 vikur í sýningum. Alls sáu myndina 332 manns s.l. viku, þar af 132 um síðustu helgi. Samtals hefur myndin fengið 47.569 gesti frá því sýningar hófust.
AÐSÓKN VIKUNA 29. sept. – 5. okt. 2014:
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
2 | Afinn | 4.159 | 7.245 |
5 | París norðursins | 987 | 10.376 |
21 | Vonarstræti | 332 | 47.569 |