Kvikmyndafélag Íslands hefur samið við hið virta þýska sölufyrirtæki Films Boutique um sölurétt á kvikmyndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z.
Film Boutique hefur á sínum snærum kvikmyndir eftir öndvegisleikstjóra á borð við Andrzej Wajda, Bela Tarr og Alexander Sokurov að ógleymdum framleiðendum eins og Angelinu Jolie. Þá hafa myndir á boðstólum hjá Films Boutique hlotið Óskarsútnefningar og Silfurbjörninn í Berlín, Gullljónið í Feneyjum auk verðlauna á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum.
Sýningar á myndinni hefjast í Kanada, Tékklandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi á nýju ári.
Alls hafa nú rúmlega 44.000 Íslendingar séð myndina og er sýningum hvergi nærri lokið.