Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Áhorfendur flykkjast á íslenskt bíó í ár.
Áhorfendur flykkjast á íslenskt bíó í ár.

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár – og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár. Þegar hafa komið 65.072 gestir á þær fjórar íslensku kvikmyndir sem sýndar hafa verið í bíói á árinu, samanborið við alls 43.237 gesti á þær 14 bíómyndir og heimildamyndir sem sýndar voru í fyrra.

Fjöldi mynda á leiðinni í haust

Nokkur fjöldi mynda bíður haustsins og er ekki ólíklegt að sumar þeirra hljóti mikla aðsókn. Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd 26. september, Borgríki 2: Blóð hraustra manna eftir Ólaf de Fleur Jóhannesson í október. Aðrar sem væntanlegar eru í haust eru Fúsi eftir Dag Kára, París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, Sumarbörn eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur og Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson. 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR