Greining | „Vonarstræti“ sleikir 40.000 gesta markið

vonarstræti collageVonarstræti er er nú í 4. sæti aðsóknarlista SMÁÍS eftir 7 vikur í sýningum. Alls hafa 39.244 séð myndina en alls sáu hana 1.881 manns síðastliðna viku, þar af 552 um helgina.

Myndin er nú orðin bæði tekjuhæsta og mest sótta mynd ársins. Hér er listi yfir þrjár efstu myndir ársins hingað til:

MYNDDREIFINGHEILDARTEKJURHEILDARAÐSÓKN
VonarstrætiSena57.417.70039.244
The Secret Life of Walter MittySena41.791.088 kr.37.944
The Hobbit: The Desolation of SmaugMyndform40.766.490 kr32.162

Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst er nú sýnd í Bíó Paradís og hefur verið tólf vikur í sýningum. Hross í oss er einnig áfram í Bíó Paradís og er á 44. sýningarviku. Staðfestar heildartölur liggja ekki fyrir en gera má ráð fyrir að sú fyrrnefnda sé komin með ríflega tólf þúsund gesti og sú síðarnefnda með um fimmtán þúsund gesti.

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
7Vonarstræti1.88139.244
(Heimild: SMÁÍS)

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR