spot_img

„Hjartasteinn“ Guðmundar Arnars kynnt á Cannes

Hjartasteinn-prufaFyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar í fullri lengd, Hjartasteinn, verður kynnt í  Cannes, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum verkefnum, þann 20. maí næstkomandi á vegum vinnustofu hátíðarinnar í París. Líkt og Klapptré sagði frá hér þá var Guðmundur valinn til þátttöku í Cannes Residence þetta árið og vinnur þar að þróun myndarinnar fram til júlí 2014. Áætlað er að Hjartasteinn fari í tökur 2015.

Hjartasteinn segir frá hinum þrettán ára Þór sem er að uppgötva kynhvötina og yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns Kristjáns, fjórtán ára. Á meðan er Kristján að uppgötva leyndarmál sem enginn strákur vill eiga í litlu sjávarþorpi.

Guðmundur Arnar, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, var einnig viðstaddur hátíðina í Cannes á síðasta ári þegar hann frumsýndi hina margverðlaunuðu stuttmynd Hvalfjörður sem vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni hátíðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR