Bíófíkill: Galdur trúverðugleikans í „Vonarstræti“

Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z.
Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z.

Tómas Valgeirsson á vefnum Bíófíkill skrifar umsögn um Vonarstræti Baldvins Z. og er mjög sáttur:

Tómas segir meðal annars:

Fyrir fjórum árum, þegar Baldvin Z steig fram í sviðsljósið með óvæntum Óróa var orðið nokkuð fljótt áberandi að hér væri kominn kvikmyndagerðarmaður með vit, hjarta, öflugan skilning á umfjöllunarefni sínu og talent fyrir tilgerðarleysi. Margir upprennandi leikstjórar – sérstaklega hér á skerinu – láta sig lengi dreyma um svo vel heppnaða frumraun í fullri lengd eins og realíska unglingainnlitið reyndist vera, þar sem sérstæður vókall Baldvins blæs svo vel í gegnum einlæga dramatík og húmor á milli til að létta af.

Íslensk kvikmyndagerð tekur núna nýtt skref í rétta átt, því með Vonarstræti hefur tekist að fanga samskonar áhrif með, e.t.v. kröftugri, ögn skýrari og miklu persónulegri.

Pistil Tómasar má sjá hér: Vonarstræti | Bíófíkill.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR