„Viljum ekki skuldsetja félagið“

Sigmar Vilhjálmsson í Miklagarðssettinu.
Sigmar Vilhjálmsson í Miklagarðssettinu.

Sigmar Vilhjálmsson forsvarsmaður Konunglega kvikmyndafélagsins, rekstaraðila sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó, segist bjartsýnn á að hlutafjáraukningu félagsins ljúki sem fyrst. Félagið sagði öllum starfsmönnum upp í dag eftir um tveggja mánaða rekstur.

„Við viljum ekki skuldsetja félagið. Það sem hefur riðið öllum fjölmiðlum að fullu í sögunni er einmitt skuldsetning. Það er alveg ljóst mál að farið var í þessa vegferð af áhuga og ástríðu. Ef maður er farinn að sligast af skuldum, þá er ástríðan horfin úr verkefninu og er því betra heima setið,“ segir hann í samtali við mbl.is.

„Félagið er sáralítið skuldsett og við viljum halda því þannig.“

Í viðtalinu ræðir hann um stöðuna og horfurnar framundan. Ætlunin sé að sækja meira hlutafé og stöðvarnar verði áfram í loftinu.

Sigmar segir að framtíðarsýn félagsins sé skýr. Áhugaverðir tímar séu í vændum á fjölmiðlamarkaði og ætli félagið sér að vera virkur þátttakandi í þeim breytingum sem framundan eru.

„Við erum með ákveðna framtíðarsýn í okkar félagi sem auðvitað mun taka tíma að byggja upp og klára,“ segir hann. Þeir séu alls ekki að tjalda til einnar nætur.

Sjá nánar hér: „Viljum ekki skuldsetja félagið“ – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR