
Stikla kvikmyndarinnar Vonarstræti hefur nú litið dagsins ljós.
Myndin gerist í Reykjavík árið 2006 og segir frá þremur einstaklingum sem allir standa frammi fyrir stórum ákvörðunum í lífi sínu.
Sagan er innblásin af sönnum atburðum og með helstu hlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Handrit er eftir Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson, en Ólafur Arnalds semur tónlist. Pétur Jónsson hjá Medialux samdi tónlist fyrir stikluna.
Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kisa/Kvikmyndafélag Íslands.
Vonarstræti verður frumsýnd 16. maí næstkomandi.