„Hross í oss“ kvikmynd ársins

Edduverðlaunahátíðin var haldin fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi.
Edduverðlaunahátíðin var haldin fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi.

Hross í oss var kosin kvikmynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var fyrir fullum sal og í beinni útsendingu í Silfurbergi í Hörpunni í gærkvöldi. Hross í oss hlaut sex Eddur á hátíðinni, meðal annars fyrir leikstjórn, handrit og kvikmyndatöku. Málmhaus sópaði til sín verðlaunum og hlaut alls átta verðlaun, meðal annars fyrir klippingu, hljóð og tónlist.

Friðrik sagði í ræðu sinni að myndin væri eitt mesta kraftaverk í íslenskri kvikmyndasögu. „Af því að þetta var bara lítil mynd sem varð risastór,“ sagði hann og bætti við að myndin hafi verið seld víða um heim. Tilkynnt verði um 18 sölur á blaðamannafundi á morgun og átta sölur til viðbótar í á Nútímalistasafninu í New York (MoMA).
Friðrik Þór sagði í ræðu sinni að myndin væri eitt mesta kraftaverk í íslenskri kvikmyndasögu. „Af því að þetta var bara lítil mynd sem varð risastór,“ sagði hann og bætti við að myndin hafi verið seld víða um heim. Tilkynnt verði um 18 sölur á blaðamannafundi á morgun og átta sölur til viðbótar í á Nútímalistasafninu í New York (MoMA).

Hross í oss kraftaverk

Friðrik Þór Friðriksson veitti verðlaununum fyrir bestu myndina viðtöku sem framleiðandi kvikmyndarinnar. Benedikt Erlingsson var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna í kvöld þar sem hann er viðstaddur frumsýningu Hross í oss í Glasgow í Skotlandi.

Friðrik sagði í ræðu sinni að myndin væri eitt mesta kraftaverk í íslenskri kvikmyndasögu. „Af því að þetta var bara lítil mynd sem varð risastór,“ sagði hann og bætti við að myndin hafi verið seld víða um heim. Tilkynnt verði um 18 sölur á blaðamannafundi á morgun og átta sölur til viðbótar í á Nútímalistasafninu í New York (MoMA).

„Hún er að komast á stall með mest útbreiddustu kvikmyndum Íslandssögunnar og það er svo fallegt,“ sagði Friðrik.

Önnur helstu verðlaun

Ingvar E. Sigurðsson skoraði tvennu í leikaraverðlaununum og hlaut Edduna fyrir leik í aðalhlutverki í Hross í oss og aukahlutverki í Málmhaus. Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir í Málmhaus var valin leikkona ársins í aðalhlutverki og Halldóra Geirharðsdóttir, einnig í Málmhaus, leikkona í aukahlutverki.

Ástríður 2 var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titilinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Boga Ágústssonar. Stuttmyndin Hvalfjörður og heimildarmyndin Hvellur unnu Edduna hvor í sínum flokki. Þá tóku áhorfendur Eddunnar þátt í símakosningu meðan á útsendingunni stóð og völdu sína uppáhaldssetningu úr íslenskri kvikmynd og varð setningin; Inn, út, inn, inn, út úr kvikmyndinni Með allt á hreinu, fyrir valinu.

Sigríður Margrét Vigfúsdóttir hlaut heiðursverðlaunin

Heiðursverðlaun ársins komu í hlut Sigríðar Margrétar Vigfúsdóttur, Sörmu, fyrir yfir tuttugu ára þrotlaust starf í þágu íslenskra kvikmynda á erlendri grund. Sarma er konan á bak við tjöldin, konan sem hefur í áraraðir verið potturinn og pannan í öllum styrkumsóknum íslenskra kvikmynda í stærstu kvikmyndasjóðum Evrópu. Þar hefur Sarma gegnt burðarhlutverki og það er að stórum hluta henni að þakka að íslenskar kvikmyndir hafa á síðustu tveimur áratugum náð þeim ótrúlega árangri að fá úthlutað um tveimur milljörðum króna, þar af alls 175 milljónum króna bara á síðasta ári.

Kynnir Eddunnar, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, fór á kostum og spilaði meðal annars á þrjú hljóðfæri; gítar, flygil og trommur!

Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni 2014.

Heiðursverðlaun ÍKSA 2014
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir

Kvikmynd ársins                                                      
Hross í oss

Leikið sjónvarpsefni ársins                                     
Ástríður 2

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins                                                       
Kastljós

Skemmtiþáttur ársins                                                          
Orðbragð

Menningar- eða lífstílsþáttur ársins                                                           
Djöflaeyjan

Heimildamynd ársins                                                           
Hvellur

Stuttmynd ársins                                                      
Hvalfjörður

Barnaefni ársins                                                       
Stundin okkar

Leikstjóri ársins                                                        
Benedikt Erlingsson – Hross í oss

Handrit ársins                                                
Benedikt Erlingsson – Hross í oss

Sjónvarpsmaður ársins                                             
Bogi Ágústsson

Leikkona ársins í aðalhlutverki                                                      
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir – Málmhaus

Leikari ársins í aðalhlutverki                                               
Ingvar E. Sigurðsson – Hross í oss

Leikkona ársins í aukahlutverki                                         
Halldóra Geirharðsdóttir – Málmhaus

Leikari ársins í aukahlutverki                                             
Ingvar E. Sigurðsson – Málmhaus

Kvikmyndataka ársins                                                        
Bergsteinn Björgúlfsson – Hross í oss

Klipping ársins                                                         
Valdís Óskarsdóttir – Málmhaus

Hljóð ársins                                       
Huldar Freyr Arnarson – Málmhaus

Tónlist ársins                                                 
Pétur Ben – Málmhaus

Leikmynd ársins                                                       
Gunnar Pálsson – Fólkið í blokkinni

Búningar ársins                                             
Helga Rós Hannam – Málmhaus

Gervi ársins                                       
Steinunn Þórðardóttir – Málmhaus

Brellur ársins                                                            
Jörundur Rafn Arnarson – Hross í oss

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR