Komin er upp fróðleg síða um fjöllistamanninn Þorleif Þorleifsson (1917-1974) á Wikipedia. Þorleifur kom víða við og tengist kvikmyndagerð þannig að hann vann mikið og náið með Óskari Gíslasyni að myndum á borð við Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949), Reykjavík vorra daga (1947-8) og Síðasti bærinn í dalnum (1950) svo einhverjar séu nefndar.
Sjá síðuna hér: Þorleifur Þorleifsson – Wikipedia, frjálsa alfræðiritið.