„Getum ekki endalaust skotið sama fjallið“

Baltasar Kormákur leikstjóri.
Baltasar Kormákur leikstjóri.

Baltasar Kormákur segir í spjalli við Vísi að íslensk stjórnvöld séu ekki að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi. Í því samhengi nefnir hann að ekki hafi verið hægt að koma með Everest verkefni hans hingað til lands vegna þess að Universal, sem dreifir myndinni, hafi ekki viljað leggja út fyrir 20 prósentunum sem íslenska ríkið endurgreiðir.

Og Baltasar bætir við:

„Við getum ekki endalaust skotið sama fjallið. Það verður að vera vit í þessu peningalega. Við erum með sendinefndir þegar kemur að álverum. Það vantar einhverja til að liðka fyrir til að menn hafi traust á kerfinu, þó Íslandsstofa standi sig ágætlega. Ég er ekki að ásaka neinn um klúður heldur að benda á að kerfið er ekki nógu vakandi. Það er pirrandi að fara með 60 milljón dollara verkefni til Ítalíu þegar ég gæti tekið það hér.“

Leifur B. Dagfinnsson framkvæmdastjóri True North.
Leifur B. Dagfinnsson framkvæmdastjóri True North.

Í sömu frétt er einnig rætt við Leif B. Dagfinnsson hjá True North sem talar á svipuðum nótum og segir nauðsynlegt að ná hingað heilum verkefnum. Leifur segir:

„Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljónir dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“

Sjá nánar hér: Vísir – „Við getum ekki endalaust skotið sama fjallið“.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR