Birgit Guðjónsdóttir tökumaður hlaut kvikmyndatökuverðlaun Women in Film and Television Showcase sem fram fór á vegum WIFT-samtakanna í Los Angeles á dögunum. Verðlaunin hlaut hún fyrir „sinn tæra skilning á því hvernig kvikmyndataka getur kristallað blæbrigði frásagnar handan hins talaða máls“ eins og segir í umsögn.
Birgit, sem er af íslenskum og austurrískum uppruna, hefur unnið sem tökumaður og kennari í Þýskalandi um árabil. Meðal verkefna hennar eru bíómyndir, heimildamyndir, auglýsingar og kynningarmyndir af ýmsum toga, meðal annars „second-unit“ vinna við þekktar myndir á borð við Goodbye Lenin og The Bourne Supremacy. Hún filmaði Jargo í Þýskalandi 1994 fyrir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur og var tilnefnd til Gullbjarnarins á síðustu Berlínarhátíð fyrir tyrknesku kvikmyndina Our Grand Despair. Þá hefur hún kennt kvikmyndatöku við Konrad Wolf kvikmyndaskólann í Potsdam.
Birgit komst ekki til Los Angeles til að taka við verðlaununum en sendi þess í stað eftirfarandi þakkarræðu: