Fjögur samtök höfundarrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, hafa stefnt fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíðurnar The Pirate Bay og Deildu.net.
Málin verða þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Tal, Hringdu og 365 miðlar.
Þetta kemur fram á Vísi:Vísir – Stefna fjarskiptafyrirtækjum.
Þess má geta að 365 miðlar eru meðlimur SMÁÍS (Samtaka myndrétthafa á Íslandi).