13 hættulegar en alltumlykjandi ranghugmyndir um stafrænu byltinguna

Resnikoff vísar í Gosa.
Resnikoff vísar í Gosa.

Í ljósi umræðunnar um höfundarétt, niðurhal og neyslu myndefnis á stafrænu formi er þessi upptalning Paul Resnikoff hjá tónlistarvefritinu Digital Music News afar áhugaverð.

Pistill Resnikoff fjallar um tónlistariðnaðinn og þær ranghugmyndir um tekjumöguleika sem hann segir vaða uppi. Auðvelt er að yfirfæra meginatriði hugleiðinga hans yfir á kvikmyndabransann, þó hafa verði í huga að meirihluti tekna kvikmyndabransans á Íslandi og í Evrópu komi frá fjármögnun verkefna en ekki dreifingu þeirra. Það breytir því þó ekki að tekjur af sölu mynddiska, sem og tekjur af sýningum í kvikmyndahúsum hafa verið stór hluti af heildartekjum í kvikmyndabransanum og áframhaldandi skerðing þeirra hefði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér til lengri tíma litið.

Sjá nánar hér: The 13 Most Insidious, Pervasive Lies of the Modern Music Industry… | Digital Music NewsDigital Music News.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR