spot_img

Fred Durst og 20th Century Fox lýsa áhuga á að endurgera „Málmhaus“

fred_durst
Fred Durst söngvari þungarokksveitarinnar Limp Bizkit.

RÚV greinir frá því að Fred Durst, best þekktur sem söngvari þungarokkssveitarinnar Limp Bizkit, hafi lýst yfir áhuga sínum á að endurgera íslensku kvikmyndina Málmhaus. Hann hefur þegar átt símafund með framleiðendum myndarinnar og Ragnari Bragasyni, leikstjóra. 20th Century Fox hefur einnig sýnt myndinni áhuga.

Davíð Óskar Ólafsson, einn af framleiðendum myndarinnar, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir Durst hafi kolfallið fyrir myndinni eftir að hafa séð hana og tengt mjög sterkt við hana. „Hann ólst upp í bandarískri sveit, við þungarokk og upplifði að mörgu leyti svipaðan hlut og aðalsögupersónan þegar frændi hans lést af slysförum,“ segir Davíð.

Davíð upplýsir enn fremur að Matt Reily, varaforseti Fox, hafi einnig sýnt því áhuga að endurgera Málmhaus.

RÚV greinir frá: Fred Durst vill endurgera Málmhaus | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR