Greining | „Hross í oss“ brokkar, „Málmhaus“ fer fetið

Myndin var frumsýnd 11. október hér á landi.

hross_i_oss_posterHeldur dregur úr aðsókn á Málmhaus, sem fer úr sjöunda sæti aðsóknarlistans í það tíunda eftir þriðju sýningarhelgina. Alls hafa nú 4.391 manns séð myndina, þar af 1.095 manns s.l. viku miðað við 1.936 manns í vikunni á undan.

Má búast við að myndin muni ströggla við að ná tíu þúsund gesta markinu með þessu áframhaldi. Þetta er þrátt fyrir að myndin hafi fengið einróma lof gagnrýnenda og mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Auk þess hefur myndinni verið afar vel tekið á erlendum hátíðum eins og Toronto, Busan og Recife í Brasilíu.

Hross í oss tók hinsvegar nokkurn kipp um helgina og má það sjálfsagt þakka athyglinni sem myndin fékk í kjölfar leikstjórnarverðlauna Benedikts Erlingssonar á kvikmyndahátíðinni í Tokyo en þau voru veitt s.l. föstudag. Myndin fer upp um eitt sæti, úr áttunda í sjöunda eftir 9 vikur í sýningum. Alls hafa 11.105 séð myndina hingað til, þar af 779 manns s.l. viku.

[tble caption=“Aðsókn á Málmhaus og Hross í oss helgina 25.-27. október 2013″ width=“500″ colwidth=“20|100|50|50″ colalign=“center|centre|center|center“] VIKUR,MYND,AÐSÓKN,HEILDARAÐSÓKN
3,Málmhaus,273,4.391
9,Hross í oss,514,11.105
[/tble](Heimild: SMÁÍS)

Ljóst er að heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir verður nokkuð minni í ár en mörg undanfarin ár. Ekki er von á fleiri íslenskum myndum í kvikmyndahús fyrr en á næsta ári, en þá verða a.m.k. Vonarstræti eftir Baldvin Z, Harry og Heimir eftir Braga Þór Hinriksson, París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, Sumarbörn eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur, Fúsi eftir Dag Kára og Borgríki 2: blóð hraustra manna eftir Ólaf Jóhannesson sýndar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR