Málmhaus, sem frumsýnd var s.l. föstudag, fer rólega af stað fyrstu sýningarhelgina með 1.076 gesti og situr í fimmta sæti aðsóknarlistans. Opnunarhelginni svipar til sömu helgar Hross í oss. Með forsýningum hafa alls 2.163 séð myndina hingað til.
Hross í oss er í sjötta sætinu eftir helgina og hafa alls 9.322 séð myndina hingað til eftir 7 vikur í sýningum. Myndin tók gott stökk eftir að hafa verið verðlaunuð á San Sebastian hátíðinni á Spáni um mánaðamótin. Aðsókn jókst þá um 57% milli vikna og fór myndin upp um eitt sæti, úr fimmta í fjórða.
Af ókunnum ástæðum liggja tölur um Svona er Sanlitun ekki fyrir.
[tble caption=“Aðsókn á Málmhaus og Hross í oss helgina 11.-13. október 2013″ width=“500″ colwidth=“20|100|50|50″ colalign=“center|centre|center|center“] VIKUR,MYND,AÐSÓKN,HEILDARAÐSÓKNNý,Málmhaus,1.076,2.163*
7,Hross í oss,664,9.322
[/tble]*Með forsýningum