Símon Örn Birgisson hjá DV skrifar um Svona er Sanlitun:
„Myndin er vel skrifuð, samtölin óborganleg og Róbert gerir vel með því að láta mann finna til samúðar með persónum sínum, hlæja að þeim, kenna í brjósti um þær og standa með þeim. Mann langar til að Gary finni sína fjöl en um leið veit maður að hann er klúðrari og glutrar öllu úr höndunum á sér. Gary gæti jafnvel táknað íslensku útrásina þegar hárlengingarkremið slær skyndilega í gegn en ómeðvitað gerir hann heilt kínverskt þorp gjaldþrota með braski sínu.“
Sjá nánar hér: Íslenski draumurinn í Peking – DV.