Leikstjórarnir Laurence Cantet og James Gray eru nú komnir til landsins og mun RIFF veita þeim sömu verðlaun og Lukasi Moodysson, verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi. Fer sú verðlaunaafhending fram á Bessastöðum kl. 16, miðvikudaginn 2. október.
Frakkinn Laurent Cantet og Bandaríkjamaðurinn James Gray eiga ekki margt sameiginlegt þótt leiðir þeirra liggi saman hér. Laurent er fæddur 1961 og sló í gegn með fjórðu myndinni sinni, Bekkurinn (The Class á ensku), sem fékk Gullpálmann í Cannes 2008. Sigurinn opnaði honum allar dyr og hann mætir nú á RIFF með myndina Foxfire – Confessions of a Girl Gang. Þetta er mynd um stelpnagengi í New York fylki árið 1955, sem byggir á metsölubók eftir Joyce Carol Oates.
Stikla úr myndinni:
James Gray er fæddur 1969 og kom með sína fyrstu mynd 1994, Little Odessa með Tim Roth í aðalhlutverki. Nýjasta mynd James er The Immigrant. Þetta er flott drama um pólska stúlku (Marion Cotillard), sem lendir í klóm melludólgs (Joaquin Phoenix að leika í sinni fjórðu mynd fyrir leikstjórann). Myndin á að gerast árið 1920 í New York, en borgin er leikstjóranum mjög kær. Þá hafa innflytjendur og glæpir einnig verið James Gray yrkisefni oft áður.
Hér er stikla myndarinnar og á eftir fylgir stutt viðtal við James um nýju myndina frá Cannes í maí:
Laurent Cantet og James Gray halda sameiginlegan masterklassa í Tjarnarbíói nú á miðvikudaginn kl. 12. Hinn kunni blaðamaður og kvikmyndamógúll Harlan Jacobson stjórnar masterklassanum þar sem farið verður yfir feril leikstjórana og gestum gefst kostur á að spyrja þá spurninga.
Bæði Laurent og James verða svo með Q&A á eftir myndum sínum sem hér segir:
Laurent Cantet Q&A
1. okt – Til suðurs (Vers le sud) kl. 17 – Háskólabíó
2. okt – Foxfire – Confessions of a Girl Gang kl. 19 – Háskólabíó
2. okt – Mannauður (Ressources Humaines) kl. 22 – Háskólabíó
James Gray Q&A
1. okt – Little Odessa kl. 17 – Háskólabíó
1. okt – The Immigrant kl. 19 – Háskólabíó
3. okt – Two Lovers kl. 13 – Tjarnarbíó