HeimEfnisorðZelos

Zelos

Nanna Kristín Magnúsdóttir og Þóranna Sigurðardóttir á lista Vimeo yfir kvenleikstjóra sem vert er að fylgjast með

Stuttmyndir Nönnu Kristínar Magnúsdóttir (Tvíliðaleikur) og Þórönnu Sigurðardóttur (Zelos) er báðar að finna á sérstökum 74ra mynda lista Vimeo efnisveitunnar sem tileinkaður er kvenleikstjórum sem vert er að fylgjast með. Listinn var gerður í tilefni Alþjóðadags kvenna þann 8. mars síðastliðinn.

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

Þóranna Sigurðardóttir verðlaunuð í Atlanta fyrir „Zelos“

Þóranna Sigurðardóttir var hlutskörpust í vali dómnefndar Atlanta Film Festival á kvikmyndagerðarmanni sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Stuttmynd hennar, Zelos, var sýnd á hátíðinni.

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

Íslenskar kvikmyndir í fókus á Nordisk Panorama

Nordisk Panorama hátíðin hefst í Malmö á föstudag. Hátíðin safnar saman bestu stutt- og heimildamyndum ársins til þátttöku í keppni um bestu norrænu stuttmyndina og bestu norrænu heimildamyndina auk þess sem ýmislegt annað er á dagskrá. Sex íslenskar myndir taka þátt í keppninni og að þessi sinni er einnig sérstakur fókus á íslenska kvikmyndagerð.

Sex íslenskar myndir á Nordisk Panorama

Sex íslenskar stutt- og heimildamyndir taka þátt í Nordisk Panorama sem fram fer í Malmö 18.-23. september. Þær eru Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur, I Want to be Weird eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur, The Pride of Strathmoor eftir Einar Baldvin Árnason, Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttir og Zelos eftir Þórönnu Sigurðardóttur.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR