Þáttaröðin Vigdís fer í loftið á RÚV á nýársdag, 1. janúar. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport.
Þáttaröðin Vigdís í framleiðslu Vesturports og bíómyndin Ljósvíkingar frá Kvikmyndafélagi Íslands hlutu styrki úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum.
Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.