HeimEfnisorðVera Sölvadóttir

Vera Sölvadóttir

[Stikla] Sjónvarpsmyndin „Líf eftir dauðann“ sýnd í tveimur hlutum um páska á RÚV

Þættirnir Líf eftir dauðann verða frumsýndir á RÚV um páskana, en þar leikur Björn Jörundur Friðbjörnsson miðaldra poppara sem á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, en allt fer úr skorðum þegar móðir hans deyr. Leikstjóri er Vera Sölvadóttir og semur hún einnig handrit ásamt Lindu Vilhjálmsdóttur. Stikla verksins hefur verið opinberuð.

Bíómyndum og þáttaröðum eftir konur fjölgar

Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.

Bransinn er að vakna

Fréttablaðið ræðir við fimm kvikmyndagerðarkonur um kynjakvóta og stöðu kvenna í kvikmyndabransanum; Dögg Mósesdóttur, Veru Sölvadóttur, Guðnýju Halldórsdóttur, Elísabetu Ronaldsdóttur og Þóru Tómasdóttur.

„Salóme“, „Leitin að Livingstone“, „Málarinn“, „Hjónabandssæla“ og „Megaphone“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.

„Holding Hands for 74 Years“ hlýtur áhorfendaverðlaun Reykjavik Shorts & Docs Festival

Heimildamynd Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu og hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár hlaut fyrstu verðlaun. Önnur verðlaun hlaut stuttmyndin Sker eftir Eyþór Jóvinsson og í þriðja sæti var myndin Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR