Sýningar hófust á heimildamyndinni Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur þann 1. nóvember í Bíó Paradís. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar 2019.
Heimildamyndin Vasulka áhrifin (The Vasulka Effect) er meðal þeirra íslensku verka sem sýnd eru á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö sem nú stendur yfir.
Heimildamyndin Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur verður heimsfrumsýnd á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö dagana 19.-24. september. Myndin var upphaflega sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor og hlaut þar áhorfendaverðlaunin.
Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, sem lauk í gærkvöldi. Pólsk/íslenska heimildamyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hlaut dómnefndarverðlaunin.