Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (París norðursins). Myndin gerist í Reykjavík samtímans og skartar þeim Steinda Jr., Sigurði Sigurjónssyni, Eddu Björgvinsdóttur, Þorsteini Bachmann og Selmu Björnsdóttur í aðalhlutverkum.
Eurimages veitti á dögunum 29 evrópskum samframleiðsluverkefnum styrki sem nema alls 7,239,000 evrum eða tæpum milljarði króna. Bíómyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar hlaut styrk uppá 213,000 evrur eða um 30 milljónir króna.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn veitti á dögunum kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu, 19.4 milljóna króna styrk. Steindór Hróar Steindórsson, Steindi jr., fer með aðalhlutverkið í myndinni.
Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
Þrjár íslenskar kvikmyndir sem nú eru á mismunandi stigum vinnslu taka þátt í evrópsku kvikmyndahátíðinni í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer dagana 13. til 20. desember.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð tóku þátt í þróunarsamkeppni á kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um helgina með sitt nýjasta verkefni, Tréð. Um er að ræða kvikmynd í fullri lengd - drama/þriller sem fjallar um nágrannadeilu sem fer gjörsamlega úr böndunum.