HeimEfnisorðÞráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson

Þráinn Bertelsson færir þjóðinni myndir sínar að gjöf

Þráinn Bertelsson færði þjóðinni allar myndir sínar að gjöf við hátíðlega athöfn í gærkvöldi í Bíó Paradís. Kvikmyndasafn Íslands mun hafa umsjón með verkunum. Í kjölfar afhendingarinnar var sýnt endurunnið stafrænt eintak af Nýju lífi (1983) eftir Þráinn.

NÝTT LÍF fær nýtt líf

Nýtt líf eftir Þráinn Bertelsson hefur fengið nýtt líf í formi nýrrar stafrænnar endurvinnslu. Hún kemur aftur í kvikmyndahús 30. nóvember.

Þráinn Bertelsson: Sambandið milli íslenskra kvikmynda og áhorfenda má ekki rofna

Þráinn Bertelsson er í viðtali við Morgunblaðið í dag um feril sinn í tilefni heiðursverðlauna ÍKSA sem honum voru veitt á Eddunni í gær. Hann segir meðal annars að íslensk kvikmyndagerð byggi á sterku samtali við þjóðina sem megi ekki rofna.

Þráinn Bertelsson hlaut heiðursverðlaun ÍKSA

Þráinn Bertelsson leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskrar kvikmyndamenningar við afhendingu Edduverðlaunanna í kvöld.

Þráinn Bertelsson varar áhorfendur við

Þráinn Bertelsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sýningar Stöðvar 2 á Líf-myndunum þann 17. júní næstkomandi í óþökk sinni. Hann varar áhorfendur við lélegum gæðum sýningareintaka og biður þá afsökunar.

30 ára afmæli „Lífmyndanna“ fagnað á Alvarpinu

Undanfarna daga hefur Alvarpið haldið upp á 30 ára afmæli "Líf-mynda" Þráins Bertelssonar (Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf) með sínum eigin „hlaðvarpsþríleik“, þar sem myndirnar voru heiðraðar.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.

Viðhorf | Um frjálst Alnet – og vanhugsuð inngrip yfirvalda og dómstóla í frelsi þess

"Tímarnir eru breyttir. Við þurfum nýjar reglur um möguleika höfunda um að hafa tekjur af verkum sínum; lög hugsuð út frá veruleika samtímans," segir Þráinn Bertelsson í pistli þar sem hann leggur útaf dómsúrskurði um að leggja beri lögbann á aðgengi að skráaskiptasíðum.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR