Þráinn Bertelsson færði þjóðinni allar myndir sínar að gjöf við hátíðlega athöfn í gærkvöldi í Bíó Paradís. Kvikmyndasafn Íslands mun hafa umsjón með verkunum. Í kjölfar afhendingarinnar var sýnt endurunnið stafrænt eintak af Nýju lífi (1983) eftir Þráinn.
Þráinn Bertelsson er í viðtali við Morgunblaðið í dag um feril sinn í tilefni heiðursverðlauna ÍKSA sem honum voru veitt á Eddunni í gær. Hann segir meðal annars að íslensk kvikmyndagerð byggi á sterku samtali við þjóðina sem megi ekki rofna.
Þráinn Bertelsson leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir brautryðjendastarf í þágu íslenskrar kvikmyndamenningar við afhendingu Edduverðlaunanna í kvöld.
Þráinn Bertelsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sýningar Stöðvar 2 á Líf-myndunum þann 17. júní næstkomandi í óþökk sinni. Hann varar áhorfendur við lélegum gæðum sýningareintaka og biður þá afsökunar.
Undanfarna daga hefur Alvarpið haldið upp á 30 ára afmæli "Líf-mynda" Þráins Bertelssonar (Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf) með sínum eigin „hlaðvarpsþríleik“, þar sem myndirnar voru heiðraðar.
Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.
"Tímarnir eru breyttir. Við þurfum nýjar reglur um möguleika höfunda um að hafa tekjur af verkum sínum; lög hugsuð út frá veruleika samtímans," segir Þráinn Bertelsson í pistli þar sem hann leggur útaf dómsúrskurði um að leggja beri lögbann á aðgengi að skráaskiptasíðum.