Hér er umfjöllun Lestarinnar á Rás 1 um heimildamyndina Baráttan um Ísland og þau viðbrögð sem hún hefur vakið. Rætt er við Bosse Linquist, Þórð Snæ Júlíusson og Margréti Jónasdóttur um verkið.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf RÚV-skýrslunni og segir svo virðast sem tilgangur hennar sé að setja af stað neikvæða umræðu um framtíð RÚV- enn eitt árið. Hann kallar jafnframt eftir vitrænni stefnumótun um framtíð RÚV.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans fjallar um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í neyslu tónlistar og myndefnis og bendir réttilega á að þeir sem mest hagnast á niðurhali eru fjarskiptafyrirtækin.
Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans leggur útaf umræðunni um Netflix málið og bendir á að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Bjóða verði uppá sambærilega eða betri þjónustu.