Halldóra Geirharðsdóttir hlýtur tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Kona fer í stríð eftir Bendikt Erlingsson. Tilnefningarnar voru kynntar í gær en verðlaunin verða veitt í Sevilla á Spáni 15. desember næstkomandi.
Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.
Edda Magnason og Sverrir Guðnason, Svíar af íslenskum uppruna, hlutu bæði Guldbaggen verðlaun Sænsku kvikmyndastofnunarinnar fyrir framkomu sína í kvikmyndinni Monica Z, en verðlaunaafhendingin fór fram á mánudagskvöld.
Sænsk-íslenska söng og leikkonan Edda Magnason er tilnefnd til sænsku kvikmyndaverðlaunanna Guldbaggen fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni Monica Z. Verðlaunin verða afhent í kvöld. Sverrir Guðnason er tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki karla fyrir sömu kvikmynd.