Sólveigar Anspach verðlaunin voru veitt í fjórða sinn á dögunum en þeim er ætlað að styðja við kvikmyndagerðarkonur frá Frakklandi og Íslandi sem eru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerðarlistinni. Í ár hlutu stuttmyndirnar Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur og Undir berkinum eftir Éve-Chems-de Brouwer hnossið. Menningin á RÚV ræddi við þær.
Kvikmyndaverðlaun Sólveigar Anspach verða veitt í fjórða sinn á Frönsku kvikmyndahátíðinni sem hefst 24. janúar. Að þessu sinni bárust hvorki fleiri né færri en 100 stuttmyndir í keppnina. Verðlaununum er ætlað að hvetja konur til dáða í kvikmyndagerð og eru veitt konum sem eru að stíga sín fyrstu skref í leikstjórn og eiga mest þrjár myndir að baki. Ein verðlaun verða veitt fyrir bestu stuttmynd á íslensku, önnur fyrir þá bestu á frönsku.
Franska kvikmyndahátíðin á Íslandi veitti í fyrsta sinn í ár Sólveigar Anspach verðlaunin fyrir bestu stuttmynd kvenleikstjóra frá Íslandi eða frönskumælandi landi. Hin franska Valérie Leroy hlaut verðlaunin fyrir stuttmynd sína Le Grand Bain.
Franska sendiráðið og Alliance francaise í Reykjavík, í samstarfi við Reykjavíkurborg, Senu, Háskólabíó, Zik Zak Filmworks, AGAT films og Kvikmyndamiðstöð Íslands, standa fyrir stuttmyndasamkeppni í nafni leikstjórans Sólveigar Anspach.