Sigurvegari Sprettfisksins var tilkynntur á lokaathöfn Stockfish hátíðarinnar í gærkvöldi. Stuttmyndin XY eftir Önnu Karín Lárusdóttur bar sigur úr býtum og hlaut í verðlaun 1 milljón kr. tækjaúttekt hjá Kukl.
"Taka 5, fyrsta bíómynd Magnúsar Jónssonar, sem frumsýnd var á Stockfish hátíðinni, er ein ísmeygilegasta svarta gamanmynd sem sést hefur um hríð," segir Marina Richter gagnrýnandi Cineuropa.
Stockfish hátíðin nálgast, en hún fer fram dagana 28. febrúar til 10. mars næstkomandi. Sýndar verða um 30 kvikmyndir og boðið uppá ýmiskonar meistaraspjall, málþing og annan fróðleik auk þess sem nýjar íslenskar myndir í vinnslu verða kynntar. Hér eru sjö áhugaverðustu myndirnar á hátíðinni að mati ritstjóra.
Bíómyndin Taka 5 eftir Magnús Jónsson verður frumsýnd á Stockfish hátíðinni sem hefst í lok febrúar. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má skoða hér.