HeimEfnisorðStockfish 2016

Stockfish 2016

Lázlo Rajk og „Son of Saul“: Kvikmyndir móta minnið

Ungverski leikmyndahönnuðurinn Lázlo Rajk er einn heiðursgesta Stockfish hátíðarinnar í ár, en hann gerði meðal annars leikmyndina í kvikmyndinni Son of Saul sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna. Rajk vinnur þessa daga með Kristínu Jóhannesdóttur að kvikmyndinni Alma. Fréttablaðið ræddi við hann.

Hittið Eistana í kvöld kl. 10

Stockfish Film Festival býður velkomna hóp kvikmyndargerðarfólks frá Eistnesku kvikmyndamiðstöðinni, Eistneska framleiðendur og Tiinu Lokk-Tramberg, stjórnanda kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights. Í tilefni þessarar heimsóknar verður uppákoma í kvöld kl. 22 á Hlemmur Square.

„Son of Saul“ frumsýnd fimmtudagskvöld á Stockfish

Ungverska kvikmyndin Son of Saul eftir László Nemes verður frumsýnd á Stockfish hátíðinni annað kvöld kl. 20:30 að viðstöddum leikmyndahönnuði myndarinnar, László Rajk. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og er henni víða spáð verðlaununum.

Ása mælir sérstaklega með fjórum myndum á Stockfish

Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Stockfish hátíðarinnar sem hefst í dag, fer yfir helstu myndir og viðburði hátíðarinnar í samtali við Vísi. Hún tínir meðal annars til fjórar myndir sem hún mælir sérstaklega með.

Stockfish hátíðin hefst á fimmtudag, 18. febrúar

Stockfish Film Festival fer fram í annað sinn í Bíó Paradís dagana 18.-27. febrúar. Fjöldi verðlaunakvikmynda og áhugaverðir viðburðir eru á dagskrá, auk þess sem von er á um 40 erlendum gestum á hátíðina.

„The Diary of a Teenage Girl“ opnunarmynd Stockfish hátíðarinnar

Stockfish hátíðin fer fram í annað sinn í Bíó Paradís dagana 18.-28. febrúar næstkomandi. Opnunarmynd hátíðarinnar er The Diary of a Teenage Girl og teiknarinn Sara Gunnarsdóttir sem gerði teikningar í myndinni verður gestur hátíðarinnar.

Marzibil Sæmundardóttir ráðin framkvæmdastjóri Stockfish hátíðarinnar, skilafrestur í stuttmyndakeppni 10. janúar

Marzibil S. Sæmundardóttir kvikmyndagerðarkona hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Hún hefur víðtæka reynslu meðal annars af kvikmyndagerð og verkefnastjórnun. Hátíðin óskar jafnframt eftir stuttmyndum, skilafrestur er til 10. janúar 2016.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR