Lof mér að falla eftir Baldvin Z er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi, en alls hafa um 23,500 séð hana hingað til, sem þýðir að yfir fimmtán þúsund manns sáu hana í síðustu viku.
"Yfir myndinni allri er hjartanlegur bjarmi, hún er fumlaus og á sannarlega erindi," segir Björn Þór Vilhjálmsson um heimildamyndina Söngur Kanemu á Hugrás.
Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í efsta sæti aðsóknarlistans eftir helgina með vel yfir átta þúsund gesti. Þetta eru mun stærri opnunartölur heldur en á síðustu mynd Baldvins, Vonarstræti (2014).
Heimildamyndin Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur verður frumsýnd 6. september í Bíó Paradís. Myndin hlaut bæði dómnefndar- og áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni í vor.
Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði er lokið og eins og fyrri daginn var þetta fínasta skemmtun. Patreksfirðingar eiga þakkir skildar fyrir að gera þetta mögulegt tólfta árið í röð, svo ekki sé minnst á gestrisnina. Skjaldborgarteyminu skal líka klappað lóf í lofa. En hvernig voru myndirnar? Ásgrímur Sverrisson ræðir þær sem hann sá.
Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur vann hug og hjörtu bæði dómnefndar og áhorfenda á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði sem lauk í gærkvöldi.