Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm segir mikinn áhuga fyrir innlendu leiknu efni hjá öllum innlendu sjónvarpsstöðvunum og að erlendir aðilar sýni íslenskri framleiðslu stöðugt meiri áhuga. Þrátt fyrir það situr Kvikmyndasjóður eftir og flöskuháls myndast í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Stjórnvöld geta hjálpað til með því að auka framlög í íslenska kvikmyndagerð.
Kvikmyndaskóli Íslands átti í vikunni fund með stærstu framleiðslufyrirtækjum í landinu í þeim tilgangi að koma á formlegum samskiptum milli skólans og atvinnulífsins í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtækin þrú eru Saga film, Pegasus og True North en var þeim boðið til fundar í skólanum til að kynna þeim starfsemi hans.
Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.
"Langt frá því að vera einhver snilld en engu að síður lífleg og fjörug og óhrædd við að vera fáránleg auk þess sem henni tekst að koma manni nokkrum sinnum á óvart," segir Atli Sigurjónsson um myndina sem tekin var upp að stórum hluta á Íslandi í fyrrasumar.
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.