HeimEfnisorðRotten Tomatoes

Rotten Tomatoes

SNERTING frumsýnd vestanhafs við góðar viðtökur gagnrýnenda

Sýningar hefjast á morgun föstudag á Snertingu eftir Baltasar Kormák í bandarískum kvikmyndahúsum. Umsagnir gagnrýnenda um myndina eru mjög jákvæðar.

VOLAÐA LAND fær afar góðar viðtökur bandarískra gagnrýnenda

Volaða land Hlyns Pálmasonar var frumsýnd í New York á föstudag á vegum Janus Films, eins kunnasta dreifingarfyrirtækis listrænna kvikmynda vestanhafs um áratugaskeið. Myndin fær gegnumgangandi afar fín viðbrögð gagnrýnenda.

DÝRINU vel tekið vestanhafs

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson fær gegnumgangandi góð viðbrögð gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á tæplega 600 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.

„Kona fer í stríð“ meðal bestu mynda ársins (hingað til) að mati Variety og Rotten Tomatoes

Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er talin meðal bestu kvikmynda í heiminum þá stundina, en bæði Variety og Rotten Tomatoes setja Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson á lista sína yfir bestu myndir ársins hingað til.

„Kona fer í stríð“ lofuð og prísuð vestanhafs

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er nú í sýningum í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Magnolia Pictures og fær nær einróma lof gagnrýnenda. Á safnsíðunni Rotten Tomatoes er myndin þessa stundina með 94% skor miðað við umsagnir 32 gagnrýnenda.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR