Volaða land Hlyns Pálmasonar var frumsýnd í New York á föstudag á vegum Janus Films, eins kunnasta dreifingarfyrirtækis listrænna kvikmynda vestanhafs um áratugaskeið. Myndin fær gegnumgangandi afar fín viðbrögð gagnrýnenda.
Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson fær gegnumgangandi góð viðbrögð gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á tæplega 600 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.
Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er talin meðal bestu kvikmynda í heiminum þá stundina, en bæði Variety og Rotten Tomatoes setja Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson á lista sína yfir bestu myndir ársins hingað til.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er nú í sýningum í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Magnolia Pictures og fær nær einróma lof gagnrýnenda. Á safnsíðunni Rotten Tomatoes er myndin þessa stundina með 94% skor miðað við umsagnir 32 gagnrýnenda.